Færsluflokkur: Bloggar
20.5.2007 | 15:48
Ný stjórn að komast á koppinn.
Nokkuð hefur verið um það rætt í aðdraganda stjórnarmyndunarinnar hvað kalla skal hina nýju stjórn. Jón Sigurðsson kallaði hana Baugstjórn í ergilsi þegar hann komst að því að Geir hafði verið honum ótrúr og hefur sjálfur skýrt ágætlega hvernig nafngiftin er tilkominn. Að kalla þessa stjórn Þingvallastjórnina er afskaplega væmið og yfirborðkennt. Ég legg til að hún nefnist suðvesturstjórnin vegna þess að tvöfalt fleri þingmenn hennar koma af höðuborgarsvæðinu en af landsbyggðinni og trúlegt að skipting ráðherraembætta verði jafnvel enn verri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)